Íberíuskagi
Útlit
Íberíuskagi (eða Pýreneaskagi) er skagi í suðvesturhluta Evrópu. Portúgal, Spánn, Andorra og breska nýlendan Gíbraltar eru öll á Íberíuskaganum. Í suðri og austri umlykur Miðjarðarhafið skagann og í norðri og vestri Atlantshafið. Á norðausturhluta skagans tengja Pýreneafjöllin hann við Evrópu. Skaginn er alls 582 860 km² að stærð.