Fara í innihald

Þjófræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þjófræði (enska: kleptocracy) er stjórnarfar ríkisstjórna sem hyglar auði þjóðarinnar til valdastéttarinnar á kostnað alþýðunnar. Þjófræðissinnar skapa oft verkefni í opinberum málaflokkum og láta auðinn af þeim renna beint í eigin vasa.

Áhrif þjófræði-stjórnar : áhrif slíkrar stjórnar á þjóð eru almennt neikvæð á efnahag ríkisins, á stjórnmál landsins og borgaraleg réttindi í landinu. Því þjófræði (Kleptocracy) sem raunstefna ríkisstjórnar dregur úr líkum á erlendum fjárfestingu og veikir samkeppnishæfni ríkis á innlendum markaði og í milliríkjaviðskiptum. Þjófræði felur í sér að klíka dregur að sér peninga frá samborgurum sínum með því að misnota það fé sem fæst með skattgreiðslum. Því hefur þjófræði sem stjórnmálakerfi mjög ríka tilhneigingu til að brjóta niður lífsgæði næstum allra þegna þjóðarinnar. Með öðrum orðum, þeir peningar sem þjófræðis eða sjálftöku stjórnmálamenn stálu eru oft teknir úr sjóðum sem voru ætlaðir fyrir opinbera þjónustu, svo sem byggingu sjúkrahúsa, skóla, vegi, garða og þess háttar - sem hefur frekari neikvæð áhrif á lífsgæði borgaranna . Hið hálfgerða auðstjórn eða þjófræði sem er bara sjálftöku klíka, að slík klíka hefur völdin kollvarpar einnig öllu lýðræði (eða önnur pólitísk snið sem ríkið er að því virðist undir, að nafninu til).

Mestu þjófræðissinnar síðustu ára

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2004 birti Transparency International lista yfir þá þjóðarleiðtoga sem mestum fjármunum hefðu veitt í eigin vasa. Listinn var þannig:

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.