Fara í innihald

Bílastæði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bílastæði með trjáum og plöntum fyrir einstefnu.

Bílastæði er staður þar sem maður má leggja bílum. Yfirleitt vísar orðið til nokkurs svæðis með varanlegt yfirborð. Í flestum löndum þar sem bílar eru víðnotaðir til flutninga eru bílastæði stödd í hverri borg og þéttbýla. Oft finnast bílastæði við til dæmis verslunarmiðstöðvar, leikvangi, skriftstofur og stórar kirkjur. Þar má finna bílastæði sem eru mjög stór að flatarmáli.

Margra hæða bílastæði í Kanada.

Oftast eru bílastæði í borgum lögð malbiki eða steinsteypu, og mörg eru lögð möl. Nú á dögum má líka finna bílastæði lögð gegndræpum efnum hönnuð til að hjálpa með því að minnka affallsvatn.

Bílastæði mega verið lítil með nokkrum bílaplássum, eða mjög stór með nokkrum þúsundum bílaplássum. Lítil bílastæði eru oftast stödd við fyrirtækja- eða íbúðabyggingar. Stór bílastæði mega verið notuð af viðskiptavinum stærri fyrirtækja eða stofnana, eins og skóla, kirkja, skrifstofa, sjúkrahúsa, safna, ferðamannastaða, eða af þeim sem búa í stórum íbúðabyggingum. Sum slíka fyrirtækja geta notað nokkur bílastæði ef þörf krefur. Þessi bílastæði eru áætluð til notkunar þeirra sem vinna eða búa í byggingu og eru ekki oft aðgengileg af almenningnum. Þess vegna er aðgangur að flestum þessara bílastæða ókeypis. Í bílastæðum tengdum við sérstakar byggingar eru nokkur bílapláss frátekin mikilvægum einstaklingum sem vinna í byggingunni.

Í þéttbýlum þarf maður yfirleitt að borga til þess að fá aðgang að bílastæðum af því þar eru ekki ekki mörg bílapláss. Í þeim bílastæðum sem eru ekki aðgengileg ókeypis eru til bílastæðahlið til að staðfesta greiðslu. Á sumum stöðum eru bílastæði sem starfa sem sjálfstæð fyrirtæki, það er að segja að þau græða peninga með því að rukka einstaklingi fyrir leyfi til að ligga bílum þeirra. Þessi bílastæði eru oft sjálfstandandi byggingar og ekki tengd öðrum byggingum.

Oft geta þau bílastæði í þéttbýlum verið margra hæða. Í margra hæða bílastæði eru skábrautir sem gera bílstjórum kleift að keyra bíl þeirra milli hæðanna. Maður þarf að borga til þess að fá aðgang að flestum margra hæða bílastæðum.

Á gólfum bílastæða eru línur sem útskýra bílapláss og benda á áttinni sem maður þarf að keyra í svo að það sé ekki umferðaröngþveiti. Bílaplássin eru oft fjölskyldubílastór og eru ekki áætluð fyrir vörubíla eða bíla með tengivögnum. Stundum eru líka sérstök pláss fyrir reið- og mótorhjól.

Til öryggis er það líka oft mjög lágt hraðatakmark til að varða fótgangandi menn.

Tillitssemi við umhverfið

[breyta | breyta frumkóða]

Vatnsmengun

[breyta | breyta frumkóða]

Bílastæði eru gjarnan uppruni vatnsmengunar vegna stórra vatnsheldra yfirborða þeirra. Svo að segja næstum allt vatnið sem rennur af bílastæðum er affallsvatn. Til þess að hindra flóð og hættulegar akstursaðstæður eru bílastæði byggð til að leiðbeina og safna affallsvatn. Bílastæði eru meðal annars höfuðuppspretta affallsvatns í þéttbýlum.

Ökutæki eru stórar uppsprettur mengunarvalda, þeir helstu eru bensín, hreyfilolía og þungamálmar.

  Þessi samgöngugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.