D'Hondt-reglan
D'Hondt-reglan er reikniaðferð sem notuð er til að úthluta sætum til framboðslista í hlutbundnum listakosningum. Með aðferðinni er stefnt að því að úthlutun þeirra sæta sem eru í boði sé í sem mestu samræmi við hlutfallslega skiptingu atkvæða á milli mismunandi framboðslista. Aðferðin er kennd við belgíska lögfræðinginn Victor D'Hondt sem lýsti henni fyrstur árið 1878. Aðferðin eða eitthvert afbrigði af henni er notuð við þingkosningar í flestum löndum sem notast við listakosningar, þ.á.m. á Íslandi þar sem aðferðin er notuð í Alþingiskosningum og sveitarstjórnarkosningum.
Aðferðin gengur einfaldlega út á það að deilt er í atkvæðafjölda hvers framboðslista með heiltölunum 1, 2, 3, o.s.frv. Útkomutölunum úr deilingunni er raðað upp í töflu og sá framboðslisti sem hefur hæstu útkomutöluna hreppir fyrsta sætið. Þá er sú útkomutala strikuð út og sú næsthæsta fundin og svo koll af kolli þar til öllum sætum hefur verið úthlutað.
Deilitala | A-listi | B-listi | C-listi | D-listi |
---|---|---|---|---|
1 | 2968 (2) | 4870 (1) | 1236 (7) | 1799 (4) |
2 | 1484 (6) | 2435 (3) | 618 | 899,5 |
3 | 989,33 (9) | 1623,33 (5) | 412 | 599,67 |
4 | 742 | 1217,5 (8) | 309 | 449,75 |
5 | 593,6 | 974 | 247,2 | 359,8 |
Í töflunni er tekið dæmi um úthlutun 9 sæta skv. D'Hondt-reglu. Tölur í sviga sýna í hvaða röð sætunum er úthlutað. |
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Lýsing á úthlutun þingsæta Geymt 26 maí 2021 í Wayback Machine (PDF)