Fara í innihald

Dragreipi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dragreipi.

Dragreipi[1] [2] (falur[3], ráseil eða upphal) er reipi sem notað er til að draga upp segl, fána eða . Á seglskipum er dragreipið yfirleitt skorðað í blökk til að ná meira átaki. Á sumum bátum er seglið dregið upp með tveimur dragreipum sem leika á hjólum (blökkum) í mastrinu, svo kölluðu hærra og lægra hjóli. Til forna var húnbora gat á siglutoppi sem dragreipi gekk í gegnum.

Þeir menn sem sáu um dragreipið á bátum á öldum áður nefndust dragreipismenn. Dragreipismaður réð hversu hratt var siglt; hækkaði hann og lækkaði seglið eftir því hve mikið báturinn þoldi. Og þegar segltökumenn hryggjuðu inn seglið var það oft dragreipismaðurinn sem sagði til um sjó og vind. Stundum var dragreipismanni fyrirskipað þannig: „Láttu krikta í nafni drottins“, en þá átti að gefa dragreipið eftir í hendi og lækka seglið.

Á gaffalsegli eru dragreipin tvenns konar: pikkfalur, tengdur við endann (pikkinn) á ránni, og klófalur tengdur við gaffalinn. Báðir falirnir liggja í blökkum, einni eða fleirum.

  1. Orðabók Háskólans[óvirkur tengill]
  2. Orðabók Háskólans[óvirkur tengill]
  3. „Orðabók Háskólans“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. september 2015. Sótt 13. febrúar 2009.