Pródíkos
Vestræn heimspeki Fornaldarheimspeki | |
---|---|
Nafn: | Pródíkos |
Fæddur: | |
Skóli/hefð: | Sófismi |
Helstu viðfangsefni: | Siðfræði, mælskufræði, málfræði |
Áhrifavaldar: | Prótagóras |
Hafði áhrif á: | Sókrates, Platon |
Pródíkos frá Keos (forngríska: Πρόδικος, fæddur 465 eða 450 f.Kr. til um 395 f.Kr., var forngrískur heimspekingur og fræðari, þekktur sem „undanfari Sókratesar“.
Pródíkos kom til Aþenu í sendinefnd frá Keos og varð þekktur sem mælskumaður og kennari. Líkt og Prótagóras hélt hann því fram að hann undirbyggi nemendur sína fyrir þátttöku í opinberu lífi og kenndi þeim að vera dygðugir. Prótagóras lagði þó einkum áherslu á mælskufræði en Pródíkos á siðfræði og málfræði. Pródíkos taldi mikilvægt að vera nákvæmur í orðavali og gerir Platon góðlátlegt grín að Pródíkosi af þeim sökum, m.a. í samræðunni Prótagórasi
Pródíkos hafði kenningu um uppruna trúarbragða. Hann hélt að fyrst dýrkuðu menn náttúruöfl, einkum þau sem gögnuðust fólki, og persónugerðu þau. Þá hafi menn tekið að dýrka aðra menn sem gerðu samfélagi sínu gott.
Rit Pródíkosar eru ekki varðveitt en titlar nokkurra verka eru kunnir, m.a. Um náttúruna og Um manneðlið, Um einkenni tungumálsins.
Þeramenes, Evripídes og Ísókrates eru sagðir hafa verið nemendur Pródíkosar.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]
Forverar Sókratesar |
Míletosmenn :
Þales ·
Anaxímandros ·
Anaxímenes |