Fara í innihald

Systkini

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Systkini eru tveir eða fleiri einstaklingar sem eiga sömu foreldra. Orðið bróðir er notað um karlkyns systkini en orðið systir er notað um kvenkyns systkini. Alsystkini eru einstaklingar sem eiga báða foreldra sameiginlega en hálfsystkini eru einstaklingar sem eiga eitt sameiginlegt foreldri. Stjúpsystkini eru einstaklingar sem eru ekki líffræðileg systkini en foreldrar þeirra eru í sambandi/eru hjón.