Shortcut: WD:ITEMS, w.wiki/Q

Help:Hlutir

From Wikidata
Jump to navigation Jump to search
This page is a translated version of the page Help:Items and the translation is 91% complete.

Wikidata er frjáls þekkingargrunnur sem allir geta breytt. Eins og Wikipedia, er Wikidata byggð ofaná MediaWiki sem merkir að hægt sé að bæta við, breyta eða eyða innihaldi síðna (eins og þessa!) í samráði við aðra. Ólíkt Wikipedia notar Wikidata einnig Wikibase hugbúnaðinn sem leyfir samræmdar breytingar á skipulögðum gögnum.

Skilningur á hlutum

Hlutir og gögn þeirra eru samofin

Í Wikidata eru hlutir notaðir til að standa fyrir öll atriði mannlegar þekkingar. Til dæmis eru „Sumarólympíuleikarnir 1988", „ást", „Elvis Presley" og „górilla" öll hlutir í Wikidata.

Fyrir þá sem þekkja Wikipedia, gæti verið freistandi að hugsa fyrst um sinn um hluti sem Wikidata útgáfu af greinum. Þó hlutir og greinar eru báðar síður sem geyma upplýsingar um mismunandi hugmyndir eða efni mannlegrar þekkingar, er mikilvægt að muna að Wikidata er ekki bara gagnabanki yfir efni Wikipedia. Í raun, er Wikidata mun líkari Wikimedia Commons, samnýtta margmiðlunarsafninu, heldur en Wikipedia - en í stað margmiðlunarskráa er Wikidata geymslustaður fyrir aðgang að gagna skipunum fyrir öll Wikimedia verkefnin og er einnig notuð á öðrum vefsvæðum.

Það eru nokkur mikilvæg einkenni um hluti sem hafa áhrif á velgengni Wikidata:

Markverð

Wikidata hlutir eru sagðir markverðir. Það merkir yfirleitt að hlutar hafa að minnsta kosti eina samsvarandi síðu á Wikimedia vefsvæði eins og Wikipedia, Wikiferðum, Wikiheimild, Wikivitnun, Wikiháskóla eða Wikimedia Commons. Hinsvegar eru nokkrar undantekningar á þessari reglu.

Einstök

Hlutir eru einnig einstakir. Hver hlutur ætti að standa fyrir skýrt viðfangsefni eða hluta af skýru viðfangsefni. Til dæmis í Wikidata getum við haft bæði viðfangsefni planet (Q634) og hluta plánetu, Earth (Q2).

Tengd

Hlutir geta einnig tengst hvorum öðrum. Hver hlutur hefur einstakt auðkenni (sem byrjar á Q forskeyti) og sína egin síðu í Wikidata aðalnafnrýminu. Til dæmis, fyrir hlutina sem eru nefndir að ofan, 1988 Summer Olympics (Q8470), love (Q316), Elvis Presley (Q303) og Gorilla (Q36611) eru síður viðeigandi hluta. Á þessum síðum eru gögnum fyrir hvern hlut bætt við, breytt og viðhaldið, aðalega í formi staðhæfinga. Síður leyfa einnig hlutum að tengjast saman svo hægt sé að tengja öll gögn á Wikidata saman.

Síður leyfa hlutum að vera tengd saman svo gögn á Wikidata séu samtengd. Tengill á aðra síðu er bætt við sem "eiginleika" með því að ýta á "breyta" í "staðhæfinga" hlutanum. Ef enginn eiginleiki er skráður, þá er hægt að bæta honum við með því að ýta á "+ bæta við" neðst í staðhæfinga hlutanum. Sjá: #Adding to an existing item page.

Algengir eiginleikar til að tengja einn hlut við annan:

Fyrir utan síður hluta er hægt að setja tengla á hluti með því að bæta við forskeytinu "Q|" við tölu hlutarins og umlykja það með slaufusvigum, t.d. {{Q|8470}}1988 Summer Olympics (Q8470).

Búa til nýjan hlut

Búðu til nýjan hlut með því að velja "Stofna nýjan hlut" í valmyndinni vinstra megin
Sláðu inn merkimiða og lýsingu á nýja hlutnum
Breyttu hlutnum "Marie Curie"
Sjáskot af Wikidata - vefsvæðistengil bætt við

Skref fyrir skref leiðbeiningar um grunninn að breytingum á Wikidata hlutum: Wikidata:Tours

Áður en þú býrð til hlut, er góð hugmynd að sjá til þess að Wikidata hafi ekki nú þegar síðu fyrir þann hlut. Besta leiðin er að nota leitina Item by title. Tengill á þessa leit er í hliðarstikunni til vinstri. Tengillinn er sjálfgefið sá fimmti, talið frá efst til neðst og hefur nafnið "Item by title". Tengillinn í hliðarstikunni er sjálfgefið sá fimmti, talið frá efst til neðst.

Leitin hlutur eftir titli hefur tvo reiti sem eru hannaðir til þess að leita eftir hlutum sem hafa þegar síðu á Wikimedia síðu og gætu verið í Wikidata kerfinu. Í reitinn vinstra megin sem heitir "Site:" setur þú tungumál wikimedia síðunnar sem samsvarar hlunum sem þú villt bæta við. Flestar wikimedia síður hafa samsvarandi útgáfur fyrir mismunandi tungumál sem eru táknaðir með kóða. Til dæmis er kóðinn fyrir íslensku is og kóðinn fyrir frönsku fr. Hægt er að finna þennan kóða í vefslóðinni; þannig er is.wiktionary.org íslenska wikiorðabókin og is.wikipedia.org er íslenska wikipedia, á meðan fr.wikitonary.org er franska wikiorðabókin og fr.wikipedia.org er franska wikipedia. Sjáskot sem sýnir hvernig á að finna tungumálakóða fyrir Wikimedia síðu er aðgengileg hér.

Fyrir seinni reitinn, "Page:" verður þú að setja nákvæman titil síðunnar eins og hann birtist efst á síðu sinni á Wikimedia vefsvæði. Þetta er mikilvægt til að finna rétta hlutinn því það geta verið margir hlutir með sama merkimiðann á Wikidata. Til dæmis, ef þú vildir vita hvort það sé hlutur til fyrir stúku (hugtakið yfir stúku í heilanum) á Wikidata, þá þarft þú að leita að "stúka (líffæri)" og ekki "stúka" sem myndi gefa þér aðgreiningarsíðuna yfir stúku.

Þegar Wikidata hefur þegar síðu um þann hlut mun leitin vísa þér áfram á þá síðu.

Ef hlut vantar getur þú búið hann til sjálf/ur. Þú getur gert þetta annaðhvort með því að smella á tengilinn neðst í „Hlut eftir titli" leitinni. Frá þeim tengli ferðu á síðu sem biður um merkimiða og lýsingu auk þess að upplýsingarnar sem þú fylltir út í leitinni koma sjálfkrafa með. Merkimiði er nafn hlutarins. Bæði merkimiði og lýsing eru fyllt út á því tungumáli sem þú hefur valið í Universial language selector stillingunum efst á síðunni. Fylltu út reitina og smelltu á „Create" þegar þú ert búin/n.

Bæta við hlut sem til er fyrir

Fyrir utan merkimiða og lýsingar eru tvö atriði sem ætti að fylla út; samnefni og vefsíðutenglar. Öll þessi fjögur atriði eru fjöltyngd. Atriðin eru slegin inn og sjást hjá notendum á þeirra tungumáli. Þetta merkir einnig að þau munu (oftast) hafa mismunandi gildi fyrir hvert tungumál. Það er einnig möguleiki að bæta við og sjá þessi atriði á mismunandi tungumálum. (Það er eitthvað sem þú gætir viljað gera ef þú ert fær á mörgum tungumálum.) Fyrir upplýsingar um hvernig þú setur upp tungumálastillingar fyrir Wikidata, sjáðu Help:Multilingual.

Merkimiði er algengasta nafnið sem hluturinn myndi vera þekktur undir. Merkimiðum er bætt við texta reitinn hægtra megin efst á síðu hlutar. Á íslensku myndi þessi reitur heita "bæta við merkimiða á íslensku". Smelltu á reitinn, sláðu inn merkimiðan og ýttu á "[save]". Lýsing er stutt orðasamband sem er hönnuð til þess að aðgreina síðuna sem á við frá öðrum síðum með sama eða svipaða merkimiða. Lýsingu er bætt við á sama hátt og merkimiða, beint fyrir neðan merkimiðann í reit sem heitir "bæta við lýsingu á íslensku." Sjá Hjálp:Merkimiði og Hjálp:Lýsing fyrir frekari upplýsingar um merkimiða og lýsingar.

Þú getur bætt við samheitum með því að ýta á „edit“ tengilinn í röðinni sem byrjar með „Also known as". Þú getur þá sett inn fyrsta samheitið í reitinn og þá mun annar reitur birtast. Haltu áfram að fylla út samheiti þangað til þú hefur engin önnur heiti til að bæta við, smelltu svo á „publish“. Sjá Help:Aliases fyrir meiri upplýsingar um samheiti.

Til þess að bæta tengli við Wikidata, farðu í kaflann undir viðeignandi fyrirsögn (til dæmis "Wikipedia" eða "Wikiquote"). Smelltu á "edit" hliðiná fyrirsögninni. Neðst í hópi vefsíðutenglana færðu tvo auða reiti. Vinstri reiturinn er „wiki" og hinn er „page". Í þann vinstri setur þú tungumál Wikimedia vefsvæðisins sem samsvarar hlutnum. Í hægri reitinn setur þú titil síðunnar eins og hann birtist efst á síðunni á Wikimedia vefsvæðinu. Báðir þessir reitir hafa fellilista sem hjálpa þér að fylla út upplýsingarnar. Þegar þú ert búinn, smelltu á "publish". Sjáðu Help:Sitelinks fyrir frekari upplýsingar.

Vinsamlegast athugið: Þegar smellt er á "edit" eða "+ bæta við" áður en síðan hefur hlaðist inn gætir þú verið fluttur á sérstaka síðu með sér viðmóti. Þetta mun einnig leyfa þér að gera breytingarnar sem þú ætlaðir að gera, en það er erfiðara að nota það. Ef síðan virðist ekki birtast eins og myndirnar sýna, eftir að þú hefur smellt á "edit" eða "+ bæta við", þá gæti verið betra að fara til baka, leyfa vafranum að klára að hlaða síðunni niður (venjulega er merki þess efnis efst í flipa vafrans) og síðan smella á "edit" eða "+ bæta við" aftur.

Dæmi um fjóra reiti sem er fyllt út í fyrir hlutinn Marie Curie (Q7186)

Language Item Label Description Aliases Tengill á Wikipedia síðu
enska (en) Q7186 Marie Curie Polish and French physicist and chemist (1867–1934) Maria Salomea Skłodowska; Marie Skłodowska-Curie Marie Curie
franska (fr) Q7186 Marie Curie physicienne et chimiste polonaise et française Maria Salomea Skłodowska herb Dołęga; Maria Skłodowska-Curie; Marie Sklodowska-Curie; Maria Skłodowska Marie Curie
pólska (pl) Q7186 Maria Skłodowska-Curie polsko-francuska uczona, noblistka z fizyki i chemii Maria Curie-Skłodowska; Marie Curie; Maria Skłodowska Maria Skłodowska-Curie


Breyta síðu hlutar

Hvernig síða hlutar er byggð upp

Allir fjórir reitirnir, merkimiðinn, lýsingin, samheitið og tungumálatenglarnir er hægt að breyta. Til þess að breyta færslu sem til er fyrir, smelltu á „[save]" tengilinn hliðiná því sem þú ætlar að breyta og settu síðan inn nýjar eða uppfærðar upplýsingar. Síðan smelltu á „[save]". Ef samheiti eða tungumálatengill er vitlaust, þá getur þú eytt því. Til þess að gera það, smelltu fyrst á „[edit]" tengilinn og smelltu síðan á bláa X-ið í boxinu með samheitinu sem þú vilt fjarlægja eða „[remove]" tengilinn til að fjarlægja tungumálatengil. Síðan smelltu á „[save]". Færslan hverfur og verður fjarlægð úr gagnabankanum.

Documentation for items

The template {{Item documentation}} provides documentation for items. It can be added in the talk page of an item. See Talk:Q56061 for an example for administrative territorial entity (Q56061).

Eyða síðu hlutar

Aðeins stjórnendur geta eytt hlutum. Eyðingar eru framkvæmdar í gegnum Wikidata:Eyðingatillögur. Vinsamlegast gefðu stutta ástæðu.

Sjá einnig

Wikidata:Sandbox -- Þetta er sandkassi fyrir prófun á breytingum á hlutum.

Fyrir tengdar hjálparsíður, sjáðu:

  • Help:Label, sem útskýrir hvað merkimiðar eru og hvaða reglum þær fylgja
  • Help:Description, sem útskýrir hvað lýsingar eru og hvaða reglum þær fylgja
  • Help:Aliases, sem útskýrir hvað samheiti eru og hvaða reglum þær fylgja
  • Help:Statements, sem útskýrir hvað staðhæfingar eru og hvaða reglum þær fylgja
  • Hjálp:Vefsíðutenglar, sem útskýrir hvað vefsíðutenglar eru og hvaða reglum þær fylgja
  • Help:Merge, sem útskýrir hvernig á að sameina hluti (ef tungumálatenglar í Wikipedia greinum á mismunandi tungumálum en um sama viðfangsefni eru til á fleiri en einni Wikidata síðu)

Fyrir frekari upplýsingar og hjálp, sjáðu:

  • Project chat, for discussing all and any aspects of Wikidata
  • Wikidata:Glossary, the glossary of terms used in this and other Help pages
  • Help:FAQ, frequently asked questions asked and answered by the Wikidata community
  • Help:Contents, the Help portal featuring all the documentation available for Wikidata